Hvalir (Cetacea)

Almennt

Hvalir lifa alla sína ævi í sjó eða vatni og þá er að finna í öllum hafsvæðum heimsins. Stærð og þyngd er afar mismunandi en hvalir geta vegið allt frá rúmum 20 kílóum upp í 190 tonn. Búkurinn er straumlínulagaður og framlimir ummyndaðir í bægsli en afturlimi vantar. Sporðurinn er úr hörðum bandvef og er honum sveiflað til að knýja dýrin áfram. Á bakinu er horn sem auðveldar hvölum að halda jafnvægi á ferð. Þeir hafa ekki hár en fóstur allra hvala eru hærð á einhverju þroskastigi. Hvalir hafa hvorki svitakirtla né fitukirtla en þeir hafa trefjakennt bandvefslag undir húðinni sem er fyllt spiki. Blástursop (nasir) eru ofan á höfðinu og beintengd við lungun.

Núlifandi hvalategundir skiptast í tvo undirættbálka: tannhvali (Odonticeti) og skíðishvali (Mysticeti).

Vitað er um 23 tegundir hvala á íslensku hafsvæði, þar af 7 skíðishvali og 11 tannhvali.

Hér er fjallað um hvali sem dvelja við Ísland að staðaldri.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |