Sniglar (Gastropoda)

Almennt

Flokkunarfræði snigla, þess fjölbreytta og flókna tegundahóps lindýra, er afar flókin og stöðugum breytingum undirorpin. Til einföldunar er  oft vitnað til eftirfarandi tegundahópa út frá öndunarfærum sniglanna, þó fráleitt séu hóparnir hver og einn af sama þróunarmeiði.

Fortálknar (Prosobranchia) eru með tálknin framan við hjartað. Þeir lifa í sjó og ferskvatni. Baktálknar (Opisthobranchia) hafa lungun aftan við hjartað. Þeir lifa allir í sjó. Hjá fortálknum og baktálknum er möttullinn opinn að framan eða ofan til að taka inn súrefnisríkan sjó. Þessu er öðruvísi farið hjá bertálknum (Nudibranchia) sem eru skellausir og með útvortis tálkn. Um er að ræða tálknatotur og greinar mismunandi fyrir komið á baki og hliðum. Lungnasniglar (Pulmonata) eru ólíkt hinum taldir af einum og sama þróunarmeiði. Íslenskir vatna- og landsniglar tilheyra þessum ættbálki.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |