Picture: Hörður Kristinsson
Korkríla (Arthonia punctiformis)
Útbreiðsla
Algeng á birki hér á landi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).
Búsvæði
Vex eingöngu á trjáberki (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).
Lýsing
Korkríla vex á trjáberki, þal skófarinnar vex að mestu inni í berkinum og er lítt sýnilegt að utan, aðeins hinar örsmáu, punktlaga askhirslur koma fram sem svartir dílar á berki trésins (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).
Þalið
Þalið að mestu ósýnilegt þar sem það er inni í berkinum sem fléttan vex á (Foucard 2001).
Askhirsla
Askhirslur kringlóttar til aflangar, svartar, niðurgrafnar með lítt áberandi kanti. Efsti hluti gróbeðsins dökkbrúnn eða brúnsvartur (Foucard 2001).
Útbreiðsla: Korkríla (Arthonia punctiformis)
Höfundur
Was the content helpful
Back to top