Mosagroppa (Lempholemma polyanthes)

Mynd af Mosagroppa (Lempholemma polyanthes)
Picture: Hörður Kristinsson
Mosagroppa (Lempholemma polyanthes)

Útbreiðsla

Nokkuð algeng flétta (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á jarðvegi og mosa í raka (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Mosagroppa vex á jarðvegi og mosa í raka. Hún verður hlaupkennd og mjúk í raka en er skorpin og stökk viðkomu í þurrki. Hún er mjög óregluleg í formi, að hluta blaðkennd en mjög grópótt, götótt og með rifgörðum og strengjum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal allt að nokkrir sentimetrar á breidd, í þurrki svartleit með blágrænum tón, oft gljáandi, í bleytu er það rauðleitt, skorið og óreglulega bleðlóttan kant og grófkornótt yfirborð (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur 0,2-0,3 mm, krukkulaga, rauðbrúnar (Foucard 2001).

Útbreiðsla - Mosagroppa (Lempholemma polyanthes)
Útbreiðsla: Mosagroppa (Lempholemma polyanthes)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |