Heiðamyrja (Bacidia bagliettoana)

Útbreiðsla

Líklega algeng á hinum landræna hluta hálendisins norðan Vatnajökuls.

Búsvæði

Vex á mosagrónum jarðvegi.

Lýsing

Gráleit hrúðurflétta með svartar askhirslur, vex á mosagrónum jarðvegi. Hún hefur nálarlaga, marghólfa gró.

Þalið

Þal hrúðurkennt, fölgrátt, grátt eða grænhvítt, þunnt eða þykkt, vörtótt eða kornótt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur allt að 1,4 mm, sitja oft á mjóum stilk, svartar, flatar með þalrönd en að lokum kúptar og án þalrandar (Foucard 2001).

Greining

Líkist mörgum öðrum hrúðurfléttum í ytra útliti, eins og svarðsnurðu og ýmsum tegundum af kúpuætt. Greinist frá þeim einkum á nálarlaga, marghólfa gróum.

Útbreiðsla - Heiðamyrja (Bacidia bagliettoana)
Útbreiðsla: Heiðamyrja (Bacidia bagliettoana)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |