Ljósarða (Biatora subduplex)

Mynd af Ljósarða (Biatora subduplex)
Picture: Hörður Kristinsson
Ljósarða (Biatora subduplex)

Búsvæði

Vex á þúfum og snögggrónum jarðvegi víða um land (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Hrúðurkennd flétta, með ljóst eða hvítt þal og brúnar askhirslur. Einkum finnst hún þar sem gróður er veðurbarinn á berangri (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal hvítt, ljósgrátt eða gulbrúnt, í röku loftslagi er það oft græn- eða brúnleitt, sprungið eða vörtótt, reitskipt, kornótt (-0,55 mm) (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur oft þétt saman, 0,2-0,7(-1,4) mm, appelsínugulbrúnar, brúnar eða dökkrauðbrúnar, flatar til skarpkúptar, brúnin oftast ljósari en stundum dekkri, vantar stundum alveg (Foucard 2001).

Útbreiðsla - Ljósarða (Biatora subduplex)
Útbreiðsla: Ljósarða (Biatora subduplex)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |