Hæðakirna (Brigantiaea fuscolutea)

Mynd af Hæðakirna (Brigantiaea fuscolutea)
Picture: Hörður Kristinsson
Hæðakirna (Brigantiaea fuscolutea)

Búsvæði

Vex á mosa eða grónum jarðvegi, einkum þar sem áveðra er uppi á fjallsöxlum eða utan í brúnum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Hvít, hrúðurkennd flétta sem vex á mosa eða grónum jarðvegi, einkum þar sem áveðra er uppi á fjallsöxlum eða utan í brúnum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalið ljósgrátt, hrúðurkennt, kornótt eða vörtótt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur gullingular, kanillitar eða ólífugular, 1-4 mm, standa upp úr þalinu á fremur mjóum stilk og með þykkan, oft bylgjóttan kant (Foucard 2001).

Greining

Hún er auðþekkt á askhirslunum sem eru skálarlaga og með sérkennilegum gulbrúnum eða mosagrænleitum lit. Að öðru leyti en lit askhirslnanna líkist hún skilmum eða skánum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Útbreiðsla - Hæðakirna (Brigantiaea fuscolutea)
Útbreiðsla: Hæðakirna (Brigantiaea fuscolutea)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |