Randþekja (Calvitimela armeniaca)

Mynd af Randþekja (Calvitimela armeniaca)
Picture: Hörður Kristinsson
Randþekja (Calvitimela armeniaca)

Útbreiðsla

Hún er allalgeng, þó meira til fjalla en á láglendi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á klettum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Randþekja er hrúðurflétta með reitskiptu þali og vex á klettum. Hún hefur gulhvítt þal með svörtum askhirslum og áberandi svart forþal sem myndar svarta rönd meðfram útjaðri fléttunnar. Einnig eru víða áberandi svört skil milli reita í þalinu.

Þalið

Þal fölgult, gult, gulgrænt eða grágrænt, flatt eða kúpt reitskipt (0,4-4 mm) með kantaða, óreglulega reiti með fínkrumpuðu eða sprungnu yfirborði (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur 0,8-2,5 mm, svartar, í þalhæð með lítt áberandi kanti (Foucard 2001).

Útbreiðsla - Randþekja (Calvitimela armeniaca)
Útbreiðsla: Randþekja (Calvitimela armeniaca)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |