Sótaglyðra (Catillaria contristans)

Mynd af Sótaglyðra (Catillaria contristans)
Picture: Hörður Kristinsson
Sótaglyðra (Catillaria contristans)

Útbreiðsla

Sótaglyðran er víða um sunnanvert landið og í röku sjávarloftslagi eins og er á Vesturlandi og á Austfjörðum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex ætíð á mosa yfir klettum. Raunar er það nánast alltaf sami mosinn sem hún vex á, mosi sem nefnist holtasóti (Andreaea rupestris) (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Hrúðurflétta með gráu þali og svörtum askhirslum, hún vex ætíð á mosa yfir klettum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal grátt, gráhvítt eða grábrúnt, þunnt eða svolítið þykkt, vörtótt (-0,3 mm) (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur 0,5-1 mm, svartar, oft gljáandi, standa upp úr þalinu, stakar eða í þyrpingum, kúptar án kants (Foucard 2001).

Útbreiðsla - Sótaglyðra (Catillaria contristans)
Útbreiðsla: Sótaglyðra (Catillaria contristans)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |