Perluvoð (Frutidella caesioatra)

Mynd af Perluvoð (Frutidella caesioatra)
Picture: Hörður Kristinsson
Perluvoð (Frutidella caesioatra)

Útbreiðsla

Perluvoðin er fremur sjaldséð tegund (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex ætíð á mosa yfir klöppum, oftast holtasóta (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Perluvoð er allsérkennileg hrúðurflétta. Þal fléttunnar er alsett ljósgráum snepum sem eru vörtu- eða kúlulaga og minna á örsmáar perlur. Innan um birtast kúptar, svartar askhirslur sem stundum eru aðeins gráhrímaðar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal fölgrátt, dökkgrátt eða brúnleitt, smávörtótt eða kornótt, reitskipt með kornóttu yfirborði, kornin stundum langir og mjóir snepar. Forþal ógreinilegt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur 0,3-0,7 (-1,2) mm, kúptar eða hálfkúlulaga, standa upp úr, stundum líkt og á stilk og oftast án kants, svartar en oft með gráhvítu hrími, í vætu blágráar (Foucard 2001).

Útbreiðsla - Perluvoð (Frutidella caesioatra)
Útbreiðsla: Perluvoð (Frutidella caesioatra)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |