Vaxklúka (Japewia tornoensis)

Útbreiðsla

Vaxklúkan er algengust á birkitrjám á Austurlandi en finnst víðar um landið, meðal annars á Vesturlandi.

Búsvæði

Vex á berki birkitrjáa.

Lýsing

Hrúðurflétta sem vex á berki birkitrjáa. Þalið er fremur ósjálegt, þunnt með slitróttum, brúngrænleitum þalflögum, líkist helst óhreinindablettum á berkinum.

Þalið

Þalið er fremur ósjálegt, þunnt með slitróttum, brúngrænleitum þalflögum, líkist helst óhreinindablettum.

Askhirsla

Askhirslur hálfkúlulaga, dökkar, rauðbrúnar með möttum vaxgljáa, 0,3-0,5 mm í þvermál, randlausar utan frá séði.

Útbreiðsla - Vaxklúka (Japewia tornoensis)
Útbreiðsla: Vaxklúka (Japewia tornoensis)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |