Lopadium pezizoideum

Útbreiðsla

Sjaldgæf tegund, sem fundist hefur á víð og dreif á norðurhelmingi landsins allt frá Snæfellsnesi austur í Reyðarfjörð.

Búsvæði

Vex ýmist á mosa yfir jarðvegi eða á klettamosum.

Lýsing

Þalið myndar vörtótt-bleðlótt hrúður yfir mosa, brúnsvart eða svart á litinn. Askhirslurnar eru skálarlaga, svartar, áberandi djúpt íhvolfar.

Þalið

Þalið myndar vörtótt-bleðlótt hrúður.

Askhirsla

Askhirslurnar eru skálarlaga, svartar, 0,5-1 mm í þvermál, áberandi djúpt íhvolfar með upphækkaða barma.

Útbreiðsla - Lopadium pezizoideum
Útbreiðsla: Lopadium pezizoideum

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |