Völukúpa (Micarea paratropa)

Mynd af Völukúpa (Micarea paratropa)
Picture: Hörður Kristinsson
Völukúpa (Micarea paratropa)

Útbreiðsla

Hún er algeng á hálendi Suðausturlands (Skaftártungna- og Síðumannaafrétti) en lítið er vitað um útbreiðslu hennar annars staðar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á smásteinvölum sem liggja á jörðunni (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Völukúpa er smávaxin hrúðurflétta, einkennandi fyrir hana eru kúptar, randlausar, svartar askhirslur, með tiltölulega mjóum þalkraga umhverfis (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal grátt eða hvítt, grábrúnt til dökkgrátt, matt, reitskipt, reitirnir hvítleitir. Keplar ekki ósvipaðir reitunum, brúnir, dreifðir (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur 0,3-0,8 (-1) mm í þvermál, kúptar, að hluta grafnar á milli reitanna, svartar. Gróbeður grænleitur. Byttur óþekktar (Purvis o.fl. 1992).

Útbreiðsla - Völukúpa (Micarea paratropa)
Útbreiðsla: Völukúpa (Micarea paratropa)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |