Laufduðra (Myxobilimbia lobulata)

Mynd af Laufduðra (Myxobilimbia lobulata)
Picture: Hörður Kristinsson
Laufduðra (Myxobilimbia lobulata)

Útbreiðsla

Finnst víða á norðaustanverðu hálendinu en lítið annars staðar (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex á rakri mold í flögum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Laufduðra hefur hrúðurkennt, hvítt eða gráhvítt þal, sem þó hefur ofurlítið laufkennda jaðra og er einnig ríkulega búin svörtum askhirslum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal hrúðurkennt, hvítgrátt eða grátt, stundum með bláum til gulbrúnum tón, vörtótt eða kornótt. Kornin oft rákótt, með ljósari brúnir og hvít á neðra borði (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur 0,3-1 mm, þétt saman í þyrpingum, svartar eða brúnsvartar, standa upp úr, kúptar eða hálfkúlulaga og án kants (Foucard 2001).

Útbreiðsla - Laufduðra (Myxobilimbia lobulata)
Kort sem sýnir útbreiðslu Laufduðra (Myxobilimbia lobulata)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |