Protoblastenia siebenhaariana

Útbreiðsla

Hún er ekki mjög algeng en finnst á víð og dreif um landið nema ófundin enn á Vestfjörðum.

Búsvæði

Vex á basalti eða móbergi á skuggsælum og fremur rökum stöðum.

Lýsing

Hrúðurflétta með fremur þunnt, hvítt, reitskipt þal, stundum nokkuð slitrótt. Askhirslur mjög kúptar eða hálfkúlulaga, randlausar, gulbrúnar, rauðgular eða karrígular á litinn.

Þalið

Hrúðurflétta með fremur þunnt, hvítt, reitskipt þal, stundum nokkuð slitrótt.

Askhirsla

Askhirslur mjög kúptar eða hálfkúlulaga, randlausar, gulbrúnar, rauðgular eða karrígular á litinn, með mattri áferð. Stundum verða margar smáar askhirslur samgrónar í þyrpingu.

Útbreiðsla - Protoblastenia siebenhaariana
Útbreiðsla: Protoblastenia siebenhaariana

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |