Bjargstrý (Ramalina siliquosa)

Mynd af Bjargstrý (Ramalina siliquosa)
Picture: Hörður Kristinsson
Bjargstrý (Ramalina siliquosa)
Mynd af Bjargstrý (Ramalina siliquosa)
Picture: Hörður Kristinsson
Bjargstrý (Ramalina siliquosa)

Útbreiðsla

Afar sjaldgæf á Íslandi, aðeins fundin á þrem stöðum á útskögum með fuglabjörgum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Bjargstrý vex einkum á fremur áburðarríkum klettum í nágrenni eða í fuglabjörgum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Bjargstrý er runnkennd, grágræn eða gulgræn flétta sem vex utan í klettum. Hún hefur flatar, stinnar greinar sem oft eru meir eða minna uppréttar eða hanga niður (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalið runnkennt, hangandi eða upprétt, stinnt. Greinar vanalega fjöldamargar, einfaldar eða mikið greindar. Megingreinarnar um 2-9 mm á breidd, ýmist flatar eður ei, sjaldan að hluta sívalar. Yfirborð ljósgrágrænt eða gulgrænt, sjaldan sortnað við grunninn eða annars staðar, stundum matt, slétt eða krumpað (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur algengar, til hliðanna eða stundum á endunum. Byttur algengar, oft í þyrpingum (Purvis o.fl. 1992).

Greining

Hún líkist nokkuð klettastrýi enda af sömu ættkvísl en er mun grófari og hefur aðra efnasamsetningu (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Válisti

Er í yfirvofandi hættu

Útbreiðsla - Bjargstrý (Ramalina siliquosa)
Útbreiðsla: Bjargstrý (Ramalina siliquosa)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |