Klettastrý (Ramalina subfarinacea)

Mynd af Klettastrý (Ramalina subfarinacea)
Picture: Hörður Kristinsson
Klettastrý (Ramalina subfarinacea)

Útbreiðsla

Klettastrý er algengast á Suðurlandi, Vesturlandi og Austfjörðum en fátíðara á Norðurlandi. Nokkuð algengt úti við sjóinn en er sjaldan lengra inni í landi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex oftast utan í klettum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Klettastrý er grágræn runnflétta sem myndar oft allmikla brúska úr flötum og nokkuð óreglulega greindum greinum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal runnkennt, 3-6 (-10) sm á lengd, greinótt, myndar brúska, ýmist slútandi eða ekki. Greinar um 3 mm á breidd, flatar, gegnheilar, gulgrænar til dökkgrágrænar. Yfirborð matt eða stundum gljáandi, slétt. Hraufur margar, ýmist með brúnum eða á yfirborðinu, stakstæðar, kringlóttar eða sporöskjulaga (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur sjaldséðar (Purvis o.fl. 1992).

Útbreiðsla - Klettastrý (Ramalina subfarinacea)
Útbreiðsla: Klettastrý (Ramalina subfarinacea)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |