Klettakrækla (Sphaerophorus fragilis)

Mynd af Klettakrækla (Sphaerophorus fragilis)
Picture: Hörður Kristinsson
Klettakrækla (Sphaerophorus fragilis)
Mynd af Klettakrækla (Sphaerophorus fragilis)
Picture: Hörður Kristinsson
Klettakrækla (Sphaerophorus fragilis)

Búsvæði

Hún vex uppi á klettum, oft mosagrónum, einkum í nánd við fuglabjörg eða annars staðar þar sem áburðar gætir frá fuglum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Klettakrækla er runnkennd flétta sem myndar nokkra breiðu af gráum eða grábrúnum, sívölum greinum. Askhirslurnar eru hnöttóttar, gráar eða grábrúnar og standa á greinaendunum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þal runnkennt, allt að 4 sm, ýmist upprétt eður ei, myndar þétta brúska, oft mikið og óreglulega greint. Greinar meira eða minna svipað grófar, 0,6-0,8 mm í þvermál, sívalar, oft kræklótt að sjá, endarnir sljóir. Þal er ljósgrátt til brúnt, sjaldan með rauðbrúnum blæ, slétt (Purvis o.fl. 1992).

Askhirsla

Askhirslur mjög sjaldgæfar, 1-2 mm í þvermál, endastæðar, sleppa út þurrum massa af djúpfjólublásvörtum gróum fljótlega (Purvis o.fl. 1992).

Útbreiðsla - Klettakrækla (Sphaerophorus fragilis)
Útbreiðsla: Klettakrækla (Sphaerophorus fragilis)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |