Syllubúlga (Toninia sedifolia)

Útbreiðsla

Nokkuð algeng á sunnanverðu landinu (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Búsvæði

Vex einkum á grunnum jarðvegi í klettasyllum þar sem raki er (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Lýsing

Syllubúlga hefur þal sem minnir helst á útblásnar blöðrur, grágrænar á litinn og oft ofurlítið hrímaðar. Einnig eru á því svartar, skífulaga askhirslur (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalhreistrur allt að 3 mm, dökkólífugrænar til dökkbrúnar en oftast með þunnt til þykkt, hvítt hrím, sérstaklega á kúptum hlutum þalsins. Stundum með dreifða eða hópaða, kringlótta eða óreglulega bleðlótta, kúpta eða blöðrulega útvexti á þalinu. Neðra borðið ljósbrúnt til hvítt (Foucard 2001).

Askhirsla

Askhirslur allt að 3 mm, flatar með kanti eða kúptar og án kanst, ýmist hrímaðar eða ekki (Foucard 2001).

Útbreiðsla - Syllubúlga (Toninia sedifolia)
Útbreiðsla: Syllubúlga (Toninia sedifolia)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |