Strengbúlga (Toninia squalescens)

Útbreiðsla

Hún er ekki mjög algeng, vex dreift um landið, líklega algengust á suðvestanverðu landinu.

Búsvæði

Strengbúlga vex á jarðvegi, oftast á mosatóm eða mold í klettasyllum, oft innan um stallapíru.

Lýsing

Strengbúlga vex á jarðvegi og hefur reitskipt eða slitrótt, grátt eða grágrænt þal; þalreitir 2-4 mm í þvermál og hafa vörtótt-bleðlótt yfirborð, minna á blómkál í vaxtarlagi.

Þalið

Þalið er reitskipt eða slitrótt, grátt eða grágrænt þal; þalreitir 2-4 mm í þvermál og hafa vörtótt-bleðlótt yfirborð, minna á blómkál í vaxtarlagi, og niður úr þeim gengur sterklegur miðstrengur sem festir þá við undirlagið.

Askhirsla

Askhirslur eru svartar með svartri eiginrönd, 0,5-2 mm í þvermál, í fyrstu reglulega disklaga, en þær stærri verða skörðóttar í jaðarinn.

Útbreiðsla - Strengbúlga (Toninia squalescens)
Útbreiðsla: Strengbúlga (Toninia squalescens)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |