Toninia squalida

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf tegund sem þó er fundin á víð og dreif um landið.

Búsvæði

Vex á mosatóm yfir klettum eða á mosagrónum jarðvegi.

Lýsing

Hrúðurflétta sem vex á mosatóm yfir klettum eða á mosagrónum jarðvegi, oft með reitskipt brúnt eða grábrúnt þal, þalreitirnir laufkenndir eða bogtenntir á jöðrunum.

Þalið

Hrúðurflétta, oft með reitskipt brúnt eða grábrúnt þal, þalreitirnir laufkenndir eða bogtenntir á jöðrunum, 3-5 mm í þvermál.

Askhirsla

Askhirslur í fyrstu disklaga en fá skörðótta eða bogtennta jaðra þegar þær stækka, 0,6-2 mm í þvermál, svartar, oft í þéttum þyrpingum eða meir eða minna samgrónar.

Útbreiðsla - Toninia squalida
Útbreiðsla: Toninia squalida

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |