Setríla (Arthonia glebosa)

Distribution

Sjaldgæf flétta á Íslandi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is), vex á Íslandi aðeins þar sem loftslagið er landrænast. Hún hefur aðeins fundist á örfáum stöðum en mest er af henni í þéttum breiðum á setlögum meðfram Jökulsá á Brú innan við Kárahnjúka. Þar myndar hún ásamt öðrum tegundum skorpu í yfirborði setlaga úr jökulleir og stuðlar þar með að því að festa yfirborðið og draga úr vindrofi (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is). Setríla er fundin á nokkrum stöðum á Grænlandi og a.m.k. fjórum stöðum í Norður-Ameríku. Annars staðar virðist hún mjög sjaldgæf í heiminum, þekkt frá einum stað í fjöllum í Yakutia, Nepal og Argentínu. Svo gæti virst að hún sé algengust á Íslandi og Grænlandi.

In General

Setríla er fundin á nokkrum stöðum á Grænlandi og a.m.k. fjórum stöðum í Norður-Ameríku. Annars staðar virðist hún mjög sjaldgæf í heiminum, þekkt frá einum stað í fjöllum í Yakutia, Nepal og Argentínu. Svo gæti virst að hún sé algengust á Íslandi og Grænlandi.

Habitat

Vex á mold, malarkenndum setlögum eða á jarðvegi yfir klöppum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Description

Setrílan myndar dökka, brúnleita eða svarta skorpu á yfirborði jarðvegs sem getur verið hrein eða sendin mold. Þalið er brúnt og þétt sett kúptum, svörtum askhirslum, sem oft eru samvaxnar í þyrpingum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Þalið

Þalið er brúnt, skipt í 4-6 mm breiða reiti, hrúðurkennt, ekki blaðkennt til jaðranna, oft meir eða minna þakið askhirslum.

Askhirsla

Askhirslur svartar, kúptar, um 0,3-0,6 mm í þvermál, oft margar grónar saman í þéttum þyrpingum. Askgróin eru glær, tvíhólfa með misstór hólf, breið og ávöl til endanna líkt og dæmigert er fyrir þessa ættkvísl.

Greining

Til að greina setrílu með vissu er nauðsynlegt að skoða askgróin.

Distribution map

Author

Starri Heiðmarsson 2007

Vex á mold, malarkenndum setlögum eða á jarðvegi yfir klöppum (Hörður Kristinsson - www.floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Setríla (Arthonia glebosa)