Lækjalokkur (Brachythecium rivulare)

Mynd af Lækjalokkur (Brachythecium rivulare)
Picture: Hörður Kristinsson
Lækjalokkur (Brachythecium rivulare)
Mynd af Lækjalokkur (Brachythecium rivulare)
Picture: Hörður Kristinsson
Lækjalokkur (Brachythecium rivulare)
Mynd af Lækjalokkur (Brachythecium rivulare)
Picture: Hörður Kristinsson
Lækjalokkur (Brachythecium rivulare)

Útbreiðsla

Finnst víða um land (Bergþór Jóhannsson 1997).

Búsvæði

Vex á steinum í ám og lækjum, í lækjabökkum, á malarjarðvegi við ár og læki, við lindir og dý, á rökum klettum og blautum moldarjarðvegi (Bergþór Jóhannsson 1997).

Lýsing

Breytileg tegund. Plöntur stórvaxnar, allt að 20 sm langar, grænar, gulgrænar eða gulbrúnar, jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar, óreglulega greinóttar eða fjaðurgreindar (Bergþór Jóhannsson 1997).

Gróliður

Plöntur stórvaxnar, geta orðið 20 sm langar, grænar, gulgrænar eða gulbrúnar, jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar, stundum nokkuð reglulega fjaðurgreindar, stundum óreglulega greinóttar, geta verið trjálaga greinóttar eða svo til ógreindar. Greinar stuttar eða langar, þéttar eða dreifðar. Rætlingar brúnir, sléttir. Blöð upprétt, oftast 2,0-2,5 mm, egglaga, kúpt en langfellingar ekki áberandi. Blöð mjókka nokkuð snögglega fram í stuttan og breiðan odd. Rif nær upp fyrir blaðmiðju. Greinablöð svipuð stöngulblöðum en frammjórri og heldur tenntari (Bergþór Jóhannsson 1997).

Kynliður

Hefur ekki fundist með gróhirslum hér á landi. Plöntur eru einkynja (Bergþór Jóhannsson 1997).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs með þunnum eða nokkuð þykkum veggjum. Frumur í blaðgrunni styttri og breiðari, með lítillega holóttum veggjum. Hornfrumur stórar, ferhyrndar, tútnar, með þunnum veggjum, mynda afar vel afmörkuð horn (Bergþór Jóhannsson 1997).

Útbreiðsla - Lækjalokkur (Brachythecium rivulare)
Útbreiðsla: Lækjalokkur (Brachythecium rivulare)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |