Silfurhnokki (Bryum argenteum)

Mynd af Silfurhnokki (Bryum argenteum)
Picture: Hörður Kristinsson
Silfurhnokki (Bryum argenteum)
Mynd af Silfurhnokki (Bryum argenteum)
Picture: Hörður Kristinsson
Silfurhnokki (Bryum argenteum)

Útbreiðsla

Finnst strjált um landið (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Búsvæði

Vex við götur og gangstíga, milli gangstéttarhellna, á steyptum veggjum, utan í klettum og í fuglabjörgum. Getur einnig vaxið á melum og í hraunum, er oftast í sendnum jarðvegi (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Lýsing

Plöntur mjög lágvaxnar, silfurlitar eða hvítgrænar, með sívala sprota, brotgjarnar. Stöngull rauður neðan til (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Gróliður

Plöntur 2-15 mm, silfurlitar eða hvítgrænar. Sprotar sívalir. Stöngull rauður neðan til. Plöntur oftast greinóttar, brotgjarnar. Rætlingar ljósbrúnir, fínvörtóttir. Blöð 0,4-1,0 mm, nokkuð þétt um allan stöngul, aðlæg og skarast, kúpt, breiðegglaga eða egglaga, oftast með oddi, geta verið snubbótt. Blöð heilrend. Rif mjótt, endar oftast talsvert fyrir neðan blaðenda en nær stundum fram í blaðoddinn, gulleitt framan til í blaði en rautt neðst. Fremri hluti blaða litlaus, neðri hlutinn grænn, blaðgrunnur oftast rauðleitur. Á plöntum sem vaxa í skugga geta blöðin verið algræn (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Kynliður

Plöntur eru einkynja, sjaldan með gróhirslum. Stilkur 5-10 mm, boginn efst þannig að gróhirsla er drúpandi. Ungir stilkar rauðgulir en eldri stilkar brúnir, rauðbrúnir eða rauðir. Gróhirsla egglaga eða aflöng, brún, rauðbrún eða rauð, með stuttum hálsi. Lok keilulaga, frekar stutt, ytt eða með stuttri totu. Kranstennur gulleitar, þær ytri geta þó einnig verið brúnleitar. Innri tennur breiðar, með mjóum götum eftir miðju (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs aflangt tígullaga, með þykkum veggjum. Frumur oftast litlausar, einnig frumuveggir. Frumur geta verið með þunnum veggjum fremst í blaði en með þykkum veggjum neðar. Frumur í blaðgrunni ferhyrndar eða ferningslaga, breiðari en framar í blaðinu, með þunnum veggjum (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Útbreiðsla - Silfurhnokki (Bryum argenteum)
Útbreiðsla: Silfurhnokki (Bryum argenteum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |