Eyrahnúði (Oncophorus virens)

Distribution

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1991).

Habitat

Vex á rökum jarðvegi, í mýrum, við tjarnir og læki, oft á rökum, sendnum jarðvegi á áreyrum, stundum á rökum, jarðvegsþöktum klettum (Bergþór Jóhannsson 1991).

Description

Plöntur oftast 2-7 sm, blöð fremur mjó. Aflöng, bogin gróhirsla situr á hlutfallslega háum stilk (Bergþór Jóhannsson 1991).

Gróliður

Plöntur oftast 2-7 sm, stundum aðeins 1 sm, grænar eða gulgrænar, brúnleitar eða svartar neðan til. Rætlingar oft langt upp eftir stöngli, brúnir, sléttir. Blöð oftast 2-4 mm löng, mjókka frá nokkuð breiðum, egglaga eða aflöngum grunni fram í smámjókkandi rennulaga, lensulaga, yddan framhluta. Blöð stundum heilrend eða nær heilrend en stundum greinilega tennt framan til. Rif breitt, nær fram í blaðenda eða örlítið fram úr blöðku, næstum slétt á baki (Bergþór Jóhannsson 1991).

Kynliður

Gróhirslur algengar. Stilkur 0,5-2 sm, gulur eða rauðgulur, verður stundum svartur með aldrinum. Gróhirsla aflöng, álút, bogin, oftast gulbrún en stundum rauðbrún. Lengd hennar oftast greinilega meira en tvöföld breidd. Hnúður á hálsi greinilegur. Lok gulbrúnt eða rauðbrúnt, með langri, skástæðri trjónu. Tennur rauðbrúnar eða rauðgular, klofnar í tvo eða þrjá skanka, oft langt niður. Þverbjálkar áberandi. Plötur punktstrikóttar, lóðrétt (Bergþór Jóhannsson 1991).

Frumur

Blaðrönd oft tveggja frumulaga þykk í fremri hluta blaðs (Bergþór Jóhannsson 1991).

Distribution map

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á rökum jarðvegi, í mýrum, við tjarnir og læki, oft á rökum, sendnum jarðvegi á áreyrum, stundum á rökum, jarðvegsþöktum klettum (Bergþór Jóhannsson 1991).

Biota

Tegund (Species)
Eyrahnúði (Oncophorus virens)