Ármosi (Fontinalis antipyretica)

Mynd af Ármosi (Fontinalis antipyretica)
Picture: Hörður Kristinsson
Ármosi (Fontinalis antipyretica)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum en er lítið að finna inni á miðhálendinu og á Suðurlandi (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Búsvæði

Vex á steinum í ám og lækjum og liggur þá undan straumi. Getur vaxið í tjörnum. Vex stöku sinnum í skurðum og síkjum og eru plöntur þá oft uppréttar (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Lýsing

Stórar plöntur, brúnar eða gulbrúnar, stundum svartleitar. Blöð í þrem röðum. Vex í vatni, oftast straumvatni (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Gróliður

Plöntur grænar, brúnar eða gulbrúnar, stundum svartleitar, geta orðið 60 sm á lengd eða meira. Blöð þétt eða frekar dreifð á stöngli, upprétt eða dálítið útstæð, í þrem röðum. Blöð kjöluð og samanbrotin langs. Kjölur boginn næstum frá grunni fram í blaðenda. Blöð oftast 4-8 mm, aflangt egglaga, mjókka smám saman fram í yddan eða snubbóttan enda. Blöð mjókka niður að grunni og eru örlítið niðurhleypt. Blöð heilrend en þó getur verið vottur af tönnum fremst í blaði (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Kynliður

Plöntur einkynja, afar sjaldan með gróhirslum. Gróhirsla egglaga. Kvenhlífarblöð snubbótt, með bogadregnum enda (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs langar og mjóar, með þunnum veggjum. Frumur í blaðrönd eru heldur mjórri en innar í blaðinu en blöð eru ekki jöðruð. Frumur í blaðhornum ferhyrndar og nokkuð tútnar, með þunnum veggjum (Bergþór Jóhannsson 1996b).

Útbreiðsla - Ármosi (Fontinalis antipyretica)
Útbreiðsla: Ármosi (Fontinalis antipyretica)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |