Gljúfrahnubbi (Didymodon insulanus)

Útbreiðsla

Finnst helst á sunnanverðu landinu (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Búsvæði

Vex á rökum, skuggsælum klettum, einkum á móbergsklettum, í hraungjótum og lækjargiljum. Getur einnig vaxið á sendnum jarðvegi, utan í steyptum veggjum, í sendnum brekkum og hellum (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Lýsing

Plöntur 1-4 sm, grænar, gulbrúnar eða brúnar. Efst á stöngli eru blöð þéttstæðari og mun lengri en neðar á stönglinum (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Gróliður

Plöntur 1-4 sm, grænar, gulbrúnar eða brúnar ofan til en brúnar eða rauðbrúnar neðan til, oft greinóttar. Rætlingar gulbrúnir eða brúnir, sléttir. Auk þess að koma frá stöngli koma rætlingar oft frá rifi, einkum nálægt blaðenda á efra borði blaða. Rök blöð útstæð, bugðótt og framhluti oft baksveigður. Efstu blöð eru oft bogin þannig að neðri hluti blaða stendur beint út frá stöngli þegar horft er ofan á plöntuna en framhlutinn er sveigður til hliðar. Blöð mjókka smám saman frá egglaga grunni fram í langyddan, lensulaga framhluta. Efst á stöngli eru blöð þéttstæðari og mun lengri en neðar á stönglinum. Efstu blöð oftast 2,5-4,5 mm, stundum þó aðeins um 2 mm. Neðri blöðin oftast 1-1,5 mm. Blöð heilrend en blaðrönd vörtótt. Rifið nær fram undir eða fram í blaðenda, stundum örlítið fram úr blöðku (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Kynliður

Plöntur einkynja, sjaldan með gróhirslum. Gróhirslustilkur rauður neðan til en rauðgulur ofan til, 1,3-2 mm. Gróhirsla brún, upprétt, löng, sívöl. Gróhirsluop rauðbrúnt. Lok með langri, beinni eða boginni trjónu. Opkrans gulbrúnn eða dálítið rauðgulur, verður fljótlega ljós og gráleitur. Opkrans um 1 mm á lengd. Tennur klofnar niður að lágri grunnhimnu, þurrar tennur hringaðar (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Frumur

Frumur með frekar þunnum veggjum í ungum blöðum en veggir geta verið nokkuð þykkir í eldri blöðunum. Frumugerð nokkuð regluleg (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Útbreiðsla - Gljúfrahnubbi (Didymodon insulanus)
Útbreiðsla: Gljúfrahnubbi (Didymodon insulanus)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |