Hnýflaskæna (Mnium thomsonii)

Distribution

Vex víða um land (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Habitat

Vex aðallega á jarðvegsþöktum klettum og í klettaskorum, oft við læki og í fossgljúfrum, einnig í hraunveggjum, hraungjótum og urðum (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Description

Plöntur oftast ógreindar, stöngull rauður, blöð egglaga, egglensulaga eða lensulaga, ydd (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Gróliður

Uppréttar eða dálítið bognar plöntur, 1-5 sm háar, oftast ógreindar, grænar, brúngrænar eða gulbrúnar ofan til en rauðbrúnar neðan til. Gamlar plöntur gulbrúnar eða rauðbrúnar. Stöngull rauður en ungir stönglar þó grænir eða gulgrænir. Rætlingar brúnir, vörtóttir, á neðri hluta stönguls. Blöð neðan til á stöngli smá og dreifð en stærri og þéttstæðari efst. Efri blöð 1,5-3 mm. Blöð egglaga, egglensulaga eða lensulaga, ydd. Blaðrönd tennt niður fyrir miðju. Tennur hvassar, paraðar. Rif sterklegt, rauðleitt, nær fram í blaðenda og rennur þar saman við jaðarinn (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Kynliður

Plöntur einkynja, afar sjaldan með gróhirslum. Stilkur uppréttur, 0,8-1,8 sm, gulur, rauðgulur eða rauður, einkum neðst. Gróhirsla aflöng, sívöl, slétt, stendur oftast nokkurn veginn þvert út frá stilk en getur einnig verið drúpandi. Lok með breiðri, boginni trjónu. Ytri kranstennur gular eða gulbrúnar, með áberandi bjálkum á innra borði en mjög óskýrum línum á ytra borði. Innri krans gulbrúnn, fínvörtóttur. Innri tennur 16, götóttar eftir miðju (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Frumur

Blöð jöðruð af löngum, mjóum frumum, jaðar meira en eitt frumulag að þykkt. Veggir jafnþykkir (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Distribution map

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex aðallega á jarðvegsþöktum klettum og í klettaskorum, oft við læki og í fossgljúfrum, einnig í hraunveggjum, hraungjótum og urðum (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Biota

Tegund (Species)
Hnýflaskæna (Mnium thomsonii)