Hrokkinskeggi (Grimmia torquata)

Distribution

Finnst all víða en er þó lítið að finna á Norðurlandi, Norðausturlandi og á miðhálendinu (Bergþór Jóhannsson 1993).

Habitat

Vex utan á klettum, í hraunbollum, hraungjótum og urðum. Vex oft á skuggsælum stöðum en getur vaxið bæði á þurrum og nokkuð rökum klettum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Description

Plöntur kvíslgreindar, blöð í gormlaga röðum á stöngli, lensulaga (Bergþór Jóhannsson 1993).

Gróliður

Plöntur oft gulgrænar efst en stundum grænar, dökkgrænar eða brúngrænar, afar sjaldan gráleitar. Neðan til eru plöntur svartar, brúnar eða rauðbrúnar. Plöntur kvíslgreindar, oftast 1-3,5 sm. Blöð í gormlaga röðum á stöngli, upprétt eða dálítið útstæð en blaðendar oft sveigðir inn að stöngli. Blöð oftast 1-1,5 mm, kjöluð í framhluta, lensulaga, ydd. Neðri blöð hárlaus en efstu blöð með stuttum, litlausum, ótenntum eða lítillega tenntum hároddi. Rif mjótt neðst í blaði en breiðara framan til, nær fram undir blaðenda, fram undir hárodd þegar blöðin eru með hároddi. Blaðrönd tvö frumulög á þykkt fremst í blaði en annars er blaðkan aðeins eitt frumulag (Bergþór Jóhannsson 1993).

Kynliður

Plöntur einkynja, hafa ekki fundist með gróhirslum hér á landi (Bergþór Jóhannsson 1993).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs hringlaga ferningslaga, sporlaga eða ferhyrndar, með mjög þykkum, hnúðóttum veggjum. Frumur í blaðgrunni við rifið striklaga, með mjög þykkum, holóttum langveggjum en þunnum þverveggjum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Distribution map

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex utan á klettum, í hraunbollum, hraungjótum og urðum. Vex oft á skuggsælum stöðum en getur vaxið bæði á þurrum og nokkuð rökum klettum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Biota

Tegund (Species)
Hrokkinskeggi (Grimmia torquata)