Klettaprýði (Homalothecium sericeum)

Distribution

Finnst hringinn í kringum landið, síst að finna inni á miðhálendinu og á Norðausturlandi (Bergþór Jóhannsson 1997).

Habitat

Vex á klettum og steinum, í urðum, skriðum og hraunum (Bergþór Jóhannsson 1997).

Description

Plöntur glansandi, jarðlægar, með skriðulum stöngli og oft þéttum, uppréttum, bogsveigðum greinum (Bergþór Jóhannsson 1997).

Gróliður

Plöntur í meðallagi stórar, glansandi, grænar, gulgrænar eða gulbrúnar, jarðlægar, með skriðulum stöngli og oft þéttum, uppréttum, bogsveigðum greinum. Rætlingar oft þéttir á stöngli, brúnir, sléttir. Vex oft í stórum breiðum. Stöngulblöð oftast 2-2,5 mm. Greinablöð smærri og mjórri en stöngulblöðin. Blöð upprétt eða lítillega einhliðasveigð, lensulaga þríhyrnd, mjókka frá blaðgrunni fram í blaðenda, með áberandi langfellingum. Rif sterklegt, nær langt upp fyrir blaðmiðju, endar oft sem gaddur aftur úr bakhlið greinablaða (Bergþór Jóhannsson 1997).

Kynliður

Plöntur einkynja, afar sjaldan með gróhirslum. Stilkur rauðgulur eða rauður, hrjúfur, oftast 7-10 mm. Gróhirsla upprétt og regluleg, gul eða gulbrún. Ytri tennur langar og mjóar, gular eða ljósbrúnar. Innri krans gulur með mjóar, stuttar tennur (Bergþór Jóhannsson 1997).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs striklaga, með þykkum veggjum. Frumur í blaðgrunni með þykkum, holóttum veggjum. Hornfrumur margar og smáar, óreglulega ferhyrndar eða ferningslaga, með þykkum veggjum, mynda vel afmörkuð horn (Bergþór Jóhannsson 1997).

Distribution map

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á klettum og steinum, í urðum, skriðum og hraunum (Bergþór Jóhannsson 1997).

Biota

Tegund (Species)
Klettaprýði (Homalothecium sericeum)