Lindaskart (Pohlia wahlenbergii)

Distribution

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Habitat

Vex á rökum jarðvegi, í dýjum, lindum og lækjarbökkum. Vex einnig í og við raka kletta, í rökum flögum og í mýrlendi. Getur vaxið í hellisskútum og í hraungjótum en er þá mjög fíngerður. Blöðin hrinda frá sér vatni (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Description

Mjög breytileg tegund. Plöntur ekki glansandi, ljósrauðar, blá-, ljós- eða hvítgrænar ofan til (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Gróliður

Mjög breytileg tegund að stærð og útliti, frá fíngerðum þráðlaga plöntum upp í stórvaxnar, nokkuð grófgerðar plöntur í stórum bólstrum. Plöntur 1-15 sm eða meira, blágrænar, ljósgrænar, hvítgrænar eða ljósrauðar ofan til, brúnleitar neðst. Plöntur ekki glansandi. Stöngull rauður, getur verið grænn eða gulleitur á smávöxnum plöntum. Rætlingar brúnir eða rauðbrúnir, vörtóttir. Blöð frekar dreifð á stöngli, oftast hvítgræn eða blágræn, egglaga eða egglensulaga, ydd, geta verið snubbótt. Blöð oftast 2-2,5 mm en geta verið niður í 1 mm á smávöxnum eintökum. Blöð oftast tennt framan til en geta verið heilrend.Blöðin hrinda frá sér vatni. Þess vegna má oft sjá vatnsdropa dansa ofan á bólstrunum (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Kynliður

Plöntur einkynja, sjaldan með gróhirslum. Stilkur 1,8-5 sm, rauður eða rauðgulur, veiklulegur, bugðóttur. Þurrir stilkar mjög bugðóttir. Gróhirsla egglaga, drúpandi, brún, ljósrauð eða dökkrauð. Þurrar, tómar gróhirslur með víðu opi. Háls stuttur. Lok keilulaga (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs með þunnum veggjum, tígullaga eða aflangt sexhyrndar. Frumur í blaðrönd mjórri og lengri. Frumur í blaðrönd og fremst í blaði eru með heldur þykkari veggjum en frumur innar í blaði (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Distribution map

Images

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á rökum jarðvegi, í dýjum, lindum og lækjarbökkum. Vex einnig í og við raka kletta, í rökum flögum og í mýrlendi. Getur vaxið í hellisskútum og í hraungjótum en er þá mjög fíngerður. Blöðin hrinda frá sér vatni (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Biota

Tegund (Species)
Lindaskart (Pohlia wahlenbergii)