Mýrableðill (Plagiomnium ellipticum)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Búsvæði

Vex í mýrum, við vötn, tjarnir, ár og læki, dý og lindir. Getur einnig vaxið í rökum hellisskútum (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Lýsing

Plöntur oftast ljósgrænar, með egglaga blöð. Gróhirsla í fyrstu gulgræn en verður gulbrún, lok hvolflaga með totu (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Gróliður

Ljósgrænar plöntur, sjaldan gulgrænar eða dökkgrænar, 1-14 sm, brúnar eða svartleitar neðan til. Rætlingar brúnir, vörtóttir, mynda oft ló langt upp eftir stöngli á uppréttum plöntum. Frjóar plöntur uppréttar. Geldplöntur oftast uppréttar en geta verið bogsveigðar eða flatar og að mestu jarðlægar en eru þó ekki jarðfastar í endann. Blöð egglaga eða nálægt því, 4-8 mm, snubbótt og broddydd eða ydd. Blaðrönd tennt niður að blaðgrunni. Tennur flestar smáar og frekar snubbóttar, vantar stundum svo til alveg. Rif nær fram undir eða fram í blaðenda (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Kynliður

Plöntur einkynja, afar sjaldan með gróhirslum. Stilkar oft tveir til þrír saman upp úr einum kvenknappi, geta verið fjórir. Stilkur 2,5-5 sm, fíngerður, oft talsvert bugðóttur, gulur eða rauðgulur, oft gulur ofan til en rauðleitur neðst. Gróhirsla drúpandi, aflöng eða egglaga, gulgræn en verður gulbrún með aldrinum. Lok hvolflaga, með smátotu í endann. Ytri tennur gular, vörtóttar. Bjálkar á innra borði áberandi en strik á ytra borði afar óljós. Innri krans gulbrúnn. Innri tennur 16, götóttar langs eftir miðju (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Frumur

Blöð jöðruð af löngum, mjóum frumum. Jaðar eitt frumulag á þykkt og og þriggja til fimm frumuraða breiður. Tennur úr einum til tveimur frumum (Bergþór Jóhannsson 1995a).

Útbreiðsla - Mýrableðill (Plagiomnium ellipticum)
Útbreiðsla: Mýrableðill (Plagiomnium ellipticum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |