Lækjagambri (Racomitrium aciculare)

Mynd af Lækjagambri (Racomitrium aciculare)
Picture: Hörður Kristinsson
Lækjagambri (Racomitrium aciculare)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum en er síst að finna á Norðausturlandi (Bergþór Jóhannsson 1993).

Búsvæði

Vex á steinum í lækjum, ám og vötnum og í klettum við fossa, ár og læki (Bergþór Jóhannsson 1993).

Lýsing

Plöntur 1-12 sm, kvíslgreindar, lifa í vatni. Gróhirslulok með langri, beinni trjónu (Bergþór Jóhannsson 1993).

Gróliður

Plöntur 1-12 sm, kvíslgreindar, uppréttar, uppsveigðar eða liggja undan straumi í ám og lækjum. Greinar langar og liggja samsíða stöngli. Stuttar hliðargreinar fáar eða engar. Plöntur dökkgrænar, brúngrænar eða gulbrúnar efst en brúnar eða svartleitar neðan til. Blöð oftast um 2,5 mm, tungulaga eða egglensulaga, snubbótt og bogadregin að framan. Blaðendi oftast tenntur. Rif breitt, endar nokkuð fyrir neðan blaðenda, getur verið klofið í endann og ógreinilega kvíslótt í framhluta blaðs (Bergþór Jóhannsson 1993).

Kynliður

Oft með gróhirslum. Stilkur 3-10 mm, uppréttur, beinn, dökkbrúnn, rauður eða svartur, með slétt yfirborð. Þurr stilkur undinn til vinstri þegar horft er á hann frá hlið. Gróhirsla brún, upprétt, aflöng, sívöl, slétt. Gróhirslur nokkuð mislangar. Lok með langri, beinni trjónu. Hetta brún, topplaga, regluleg, sepótt að neðan, hrjúf ofan til. Kranstennur mjólensulaga, rauðar, brúnar eða rauðbrúnar, klofnar niður að eða niður fyrir miðju og oft götóttar neðan til, þéttvörtóttar (Bergþór Jóhannsson 1993).

Frumur

Blaðka eitt frumulaga að þykkt (Bergþór Jóhannsson 1993).

Útbreiðsla - Lækjagambri (Racomitrium aciculare)
Útbreiðsla: Lækjagambri (Racomitrium aciculare)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |