Móasigð (Sanionia uncinata)

Mynd af Móasigð (Sanionia uncinata)
Picture: Hörður Kristinsson
Móasigð (Sanionia uncinata)

Útbreiðsla

Finnst víða um land (Bergþór Jóhannsson 1998).

Búsvæði

Vex í móum, graslendi, brekkum, urðum, hraunum, kjarri og skóglendi, einnig á klettum, trjástofnum og steyptum veggjum. Vex á þúfum í mýrum og í mýrlendi þar sem eru frekar þurrir blettir. Vex einnig á melum, á þurrum, sendnum jarðvegi, í snjódældum og í hellisskútum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Lýsing

Fíngerðar eða í meðallagi stórar plöntur, oftast fjaðurgreindar, þurrar plöntur glansandi, blöð oftast með boginn, stundum hringlaga sveigðan framhluta (Bergþór Jóhannsson 1998).

Gróliður

Fíngerðar eða í meðallagi stórar plöntur, oftast fjaðurgreindar, grænar, gulgrænar eða gular, stundum gulbrúnleitar, geta orðið 10 sm. Þurrar plöntur glansandi. Stöngulblöð oftast 2,4-3,4 mm, kúpt, mjókka smám saman frá egglaga eða þríhyrndum grunni fram í lensulaga, langyddan framhluta sem oftast er boginn, stundum hringlaga sveigður. Blöð oftast áberandi langbylgjótt en geta verið svo til slétt. Blaðrönd tennt framan til og oftast einnig tennt neðan til, flöt sjaldan örlítið útundin framan til. Rif einfalt, nær fram undir blaðenda. Rifið er oftast á botni breiðrar en grunnrar langfellingar (Bergþór Jóhannsson 1998).

Kynliður

Plöntur tvíkynja, alloft með gróhirslum. Stilkur rauður, sléttur, oftast 1,5-6,5 sm. Gróhirsla brún eða rauðbrún, sívöl, bogin. Gróhirsluop vísar oftast nokkurn veginn þvert út frá stilk en getur vísað upp á við. Lok keilulaga, ytt. Ytri tennur gular eða brúnleitar, lárétt strikóttar neðan til á ytra borði, vörtóttar framan til. Innri krans vel þroskaður, gulleitur. Grunnhimna há. Innri tennur heilar eða með mjóum götum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs oftast með frekar þunnum, holulausum veggjum. Veggir geta verið frekar þykkir og lítillega holóttir. Frumur oftast næstum beinar, með samsíða langveggjum. Frumuendar frekar snubbóttir. Frumur í blaðgrunni við rifið styttri og breiðari, með þykkum, holóttum veggjum (Bergþór Jóhannsson 1998).

Útbreiðsla - Móasigð (Sanionia uncinata)
Útbreiðsla: Móasigð (Sanionia uncinata)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |