Seilmosi (Straminergon stramineum)

Distribution

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Habitat

Vex í mýrum, við dý, vötn, tjarnir og læki (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Description

Plöntur frekar smáar, lítið greinóttar eða ógreindar, ljósar. Blöð bein, aðlæg, egg- eða langegglaga, heilrend og snubbótt (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Gróliður

Plöntur frekar smáar, lítið greinóttar eða ógreindar, sívalar, ljósgrænar, hvítleitar eða gulgrænar, oftast 5-15 sm. Blöð bein, aðlæg, egglaga eða langegglaga, heilrend, snubbótt og blaðendi kúptur. Stöngulblöð oftast 1-1,8 mm. Rif einfalt, mjótt, nær vel upp fyrir blaðmiðju eða næstum fram að blaðenda. Rætlingar koma alloft út úr bakhlið blaðs nálægt blaðenda. Rætlingar brúnir, sléttir. Greinablöð svipuð stöngulblöðunum en heldur minni (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Kynliður

Plöntur einkynja, sjaldan með gróhirlsum. Stilkur rauðleitur, sléttur, 2,5-5,5 sm. Gróhirsla aflöng, bogin, álút, brún. Lok keilulaga. Opkrans vel þroskaður. Ytri tennur gular eða gulbrúnar. Innri krans með hárri grunnhimnu. Innri tennur með mjóum götum langs eftir miðju (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs eru með frekar þykkum veggjum sem stundum eru dálítið holóttir. Fremst í blaði eru frumur styttri. Frumur í blaðgrunni frekar stuttar, með þykkum, holóttum veggjum. Hornfrumur ferhyrndar, stórar, tútnar, litlausar, stundum gulleitar eða brúnleitar, með þunnum eða nokkuð þykkum veggjum. Hornfrumur mynda vel afmarkaðan, aflangan frumuhóp upp eftir blaðröndinni. Fyrir ofan hornfrumur í blaðrönd eru nokkrar ferhyrndar frumur sem líkjast hornfrumunum nokkuð en eru með þykkari veggjum og eru ekki tútnar (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Distribution map

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex í mýrum, við dý, vötn, tjarnir og læki (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Biota

Tegund (Species)
Seilmosi (Straminergon stramineum)