Silfurgambri (Racomitrium heterostichum)

Distribution

Finnst aðallega á Austfjörðum, Suðausturlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Habitat

Vex á steinum og klettum, í urðum og hraunum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Description

Plöntur oftast gráar efst, stundum grágrænar. Blöð lensulaga, efri blöðin oftast 2,5-3,5 mm með hároddi (Bergþór Jóhannsson 1993).

Gróliður

Vex oft í silfurgráum, 2-3 sm háum, bólstrum. Stöngull oftast 2-5 sm, getur orðið lengri, oftast mikið greinóttur. Aðalstöngull getur verið jarðlægur með uppréttum, jafnháum greinum en stundum er stöngull lítið greinóttur og er þá oft uppréttur með löngum, uppréttum greinum. Stönglar og lengri greinar eru oft með fjölda stuttra hliðargreina. Plöntur oftast gráar efst, stundum grágrænar. Neðri hluti brúnn eða svartleitur. Blöð lensulaga. efri blöðin oftast 2,5-3,5 mm með hároddi. Hároddur á efstu blöðum oftast 1-2 mm, getur jafnvel orðið lengri, afar sjaldan aðeins um 0,5 mm. Hároddur litlaus, flatur, breiður neðst. Rif í rennulaga lægð eftir blaðmiðju, nær fram undir litlausa hlutann (Bergþór Jóhannsson 1993).

Kynliður

Plöntur einkynja, oft með gróhirslum. Stilkur 2-5 mm, brúnn, gulleitur eða rauðgulur, stundum svartleitur neðst. Þurr stilkur undinn til vinstri þegar horft er á hann frá hlið. Gróhirsla löng, sívöl, slétt, ljósbrún eða brún. Gróhirsluop rauðleitt. Lok með langri trjónu. Hetta topplaga, gul, brún efst, sepótt að neðan. Kranstennur rauðbrúnar eða gulbrúnar, vörtóttar, götóttar eða klofnar næstum niður að grunnhimnu (Bergþór Jóhannsson 1993).

Frumur

Í framhluta blaðs er blaðrönd aðeins eitt frumulag á þykkt en er þó stundum með blettum sem eru tvö frumulög. Um blaðmiðju er rifið tvö eða þrjú frumulög á þykkt. Blaðka eitt frumulag á þykkt (Bergþór Jóhannsson 1993).

Distribution map

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á steinum og klettum, í urðum og hraunum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Biota

Tegund (Species)
Silfurgambri (Racomitrium heterostichum)