Snoðgambri (Racomitrium fasciculare)

Distribution

Finnst víða um land en er þó lítið á Norðausturlandi, mest á Vesturlandi og Vestfjörðum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Habitat

Vex á steinum og klettum, í hraunum, einnig á melum, í urðum og snjódældum. Myndar stundum stórar mosakúlur sem velta á yfirborði jökla. Vex stundum utan á trjástofnum, á trjágreinum og spýtum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Description

Plöntur um 2-6 sm, oftast með mörgum, stuttum hliðargreinum. Blöð aldrei með hároddi (Bergþór Jóhannsson 1993).

Gróliður

Plöntur oftast 2-6 sm, brúnar neðan til en gulbrúnar, gulgrænar eða grænar ofan til, stundum svartar. Stöngull oftast með mörgum, stuttum hliðargreinum. Blöð oftast 2,5-3 mm, mjólensulaga og langydd. Blaðendi mjór, yddur eða snubbóttur, aldrei með hároddi. Blöð heilrend. Rif nær oftast næstum fram í blaðenda en endar stundum talsvert neðan við hann. Blaðka eitt frumulag á þykkt. Myndar stundum stórar mosakúlur sem velta á yfirborði jökla (Bergþór Jóhannsson 1993).

Kynliður

Plöntu einkynja, alloft með gróhirslum. Stilkur uppréttur eða eitthvað boginn, 3-10 mm. Ungir stilkar gulir eða rauðgulir en verða dökkrauðir eða svartir með aldrinum. Yfirborð stilks slétt. Þurr stilkur undinn til vinstri neðan til en til hægri efst þegar horft er á hann frá hlið. Gróhirsla aflöng, sívöl, gulbrún eða brún, getur þó orðið svört. Lok með langri trjonu. Hetta hrjúf, regluleg, topplaga. Kranstennur klofnar næstum niður að grunni í tvo, stundum þrjá, þráðlaga, þéttvörtótta skanka (Bergþór Jóhannsson 1993).

Frumur

Frumur langar í öllu blaðinu, með þykkum, hnúðóttum langveggjum en þunnum þverveggjum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Distribution map

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á steinum og klettum, í hraunum, einnig á melum, í urðum og snjódældum. Myndar stundum stórar mosakúlur sem velta á yfirborði jökla. Vex stundum utan á trjástofnum, á trjágreinum og spýtum (Bergþór Jóhannsson 1993).

Biota

Tegund (Species)
Snoðgambri (Racomitrium fasciculare)