Kúluteðill (Splachnum vasculosum)

Mynd af Kúluteðill (Splachnum vasculosum)
Picture: Hörður Kristinsson
Kúluteðill (Splachnum vasculosum)
Mynd af Kúluteðill (Splachnum vasculosum)
Picture: Hörður Kristinsson
Kúluteðill (Splachnum vasculosum)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Búsvæði

Vex einkum á gamalli kúamykju í mýrlendi en getur vaxið á saur fleiri grasbíta (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Lýsing

Stöngull oftast 1-3 sm, blöð breiðegglaga, með mjóum grunni. Fullþroska gróhylki rauðbrúnt (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Gróliður

Stöngull oftast 1-3 sm en getur orðið 6 sm. Efri blöðin græn en neðri blöðin oft svartleit. Blöð upprétt eða svolítið útstæð þegar þau eru rök en nokkuð samanskroppin þegar þau eru þurr. Blöð breiðegglaga, með mjóum grunni. Efri blöðin sljóydd en neðri blöðin snubbótt, með bogadregnum enda. Blöð oftast 2-4 mm að lengd, heilrend. Rif nær ekki fram í blaðenda. Rætlingar gulbrúnir (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Kynliður

Plöntur tvíkynja, oftast með gróhirslum. Karlplöntur mjóar, innan um kvenplönturnar. Karlknappur gulur í miðju. Framhluti karlhlífarblaða grænn. Framhlutarnir mynda græna stjörnu út frá gulri kúlu í miðju knappsins. Stilkur oftast 1-4 sm, er lengi hálfglær eða gulur en verður að lokum rauðgulur eða ljósrauður. Stilkur getur verið gulleitur þótt gróhirslan sé orðin mjög dökk. Gróhylki sívalt, verður rauðbrúnt þegar það er fullþroskað. Háls miklu breiðari en gróhylkið, dökkrauður þegar hann er fullþroskaður, kúlulaga, hrukkóttur þegar gróhirslan er þurr. Lok kúpt, nokkurn veginn hálfkúlulaga. Kranstennur rauðgular (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Frumur

Yfirborðsfrumur á hálsi áberandi ólíkar yfirborðsfrumum gróhylkis. Á hylkinu eru þær smáar og þykkveggja en á hálsi stórar og þunnveggja (Bergþór Jóhannsson 1990b).

Útbreiðsla - Kúluteðill (Splachnum vasculosum)
Útbreiðsla: Kúluteðill (Splachnum vasculosum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |