Tildurmosi (Hylocomium splendens)

Distribution

Finnst mjög víða um land, þó síst norðan Vatnajökuls og á miðhálendinu (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Habitat

Vex á þurrlendi eða á frekar þurrum jarðvegi, í graslendi, skógum og kjarrlendi, móum, urðum og hraunum, á jarðvegsþöktum klettum og þúfum í mýrum (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Description

Stórvaxnar en fíngerðar plöntur, oftast tvífjaðraðar, stundum að hluta þrífjaðraðar. Plöntur tröppulagaðar (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Gróliður

Stórvaxnar en þó frekar fíngerðar plöntur, grænar, gulgrænar eða gulbrúnar, glansandi, tvífjaðraðar, stundum að hluta þrífjaðraðar. Plöntur sem vaxa við mjög erfiðar aðstæður geta verið einfjaðraðar að mestu leyti. Árssprotar oftast mjög greinilegir. Nýr sproti vex árlega í sveig upp frá miðju eða framhluta sprota fyrra árs. Plöntur eru því tröppulagaðar, með árssprota mismunandi ára í mismunandi hæð. Stöngull rauður eða rauðbrúnn, stinnur. Á stöngli og greinum er aragrúi af flosblöðum sem eru með löngum, þráðlaga greinum. Blöð aðlæg eða upprétt, oftast 2-2,7 mm, kúpt, egglaga eða langegglaga, mjókka snögg fram í rennulaga odd sem oft er dálítið undinn eða bugðóttur. Rif tvöfalt, nær oftast u.þ.b. upp að blaðmiðju, stundum lengra, stundum styttra (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Kynliður

Plöntur einkynja, sjaldan með gróhirslum. Stilkur 1,2-3 sm, rauður, sléttur. Gróhirsla brún, álút eða stendur hornrétt út frá stilk, egglaga eða aflöng, bogin. Lok með langri, boginni trjónu. Ytri tennur gulbrúnar, lárétt strikóttar neðan til á ytra borði. Innri krans gulleitur, vel þroskaður. Innri tennur með aflöngum eða egglaga götum eftir miðju. Í framhluta blaða standa frumuendar út úr blöðkufletinum og eru því dreifðar tennur eða vörtur framan til á bakhlið blaða. Þær eru meira áberandi á greina- en stöngulblöðum. Á hliðargreinum eru blöð svipuð stöngulblöðunum en talsvert minni. Á smágreinum út frá hliðargreinum eru blöð mun minni, egglensulaga ydd (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs aflangar eða striklaga. Frumur í blaðgrunni gulbrúnar eða rauðgular, með þykkum, holóttum veggjum (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Distribution map

Images

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á þurrlendi eða á frekar þurrum jarðvegi, í graslendi, skógum og kjarrlendi, móum, urðum og hraunum, á jarðvegsþöktum klettum og þúfum í mýrum (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Biota

Tegund (Species)
Tildurmosi (Hylocomium splendens)