Tjarnahrókur (Calliergon giganteum)

Distribution

Finnst víða um landið (Bergþór Jóhannsson 1998).

Habitat

Vex á kafi í tjörnum og vötnum, í flóum og mýrum og við ár og læki (Bergþór Jóhannsson 1998).

Description

Stórar plöntur, grófar og oft stífar, oftast fjaðurgreindar, grænar, gulgrænar eða brúnleitar, glansandi (Bergþór Jóhannsson 1998).

Gróliður

Plöntur oftast 7-30 sm, grófar, oft nokkuð stífar, oftast fjaðurgreindar, grænar, gulgrænar eða brúnleitar, glansandi. Neðan til eru plöntur oftast brúnar. Plöntur geta verið lítið greinóttar eða nær ógreindar. Blöð upprétt eða nokkuð útstæð, breiðegglaga, kúpt, snubbótt. Stöngulblöð oftast 2-3 mm. Blaðrönd flöt og ótennt. Rif mjög breitt, einfalt, nær fram undir blaðenda, í gömlum blöðum er það rauðbrúnt neðan til. Greinablöð minni og mun mjórri en stöngulblöðin (Bergþór Jóhannsson 1998).

Kynliður

Plöntur einkynja, alloft með gróhirslum. Stilkur brúnn eða rauðleitur, oftast 4-5,5 sm. Gróhirsla brún eða rauðbrún, aflöng, bogin og álút. Lok keilulaga, ytt (Bergþór Jóhannsson 1998).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs aflangt tígullaga eða striklaga, með þunnum eða nokkuð þykkum veggjum. Frumur við blaðrönd mun mjórri og með þykkari veggjum. Frumur í blaðgrunni við rifið oft gular eða brúnleitar, með þykkum, holóttum veggjum. Horn stór. Mjög skörp skil eru milli þeirra og frumnanna fyrir ofan. Hornfrumur stórar, tútnar, litlausar, með þunnum veggjum, ná ekki inn að rifi en oft nálægt því (Bergþór Jóhannsson 1998).

Distribution map

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á kafi í tjörnum og vötnum, í flóum og mýrum og við ár og læki (Bergþór Jóhannsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Tjarnahrókur (Calliergon giganteum)