Urðaskart (Pohlia cruda)

Mynd af Urðaskart (Pohlia cruda)
Picture: Hörður Kristinsson
Urðaskart (Pohlia cruda)

Útbreiðsla

Finnst víða um land (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Búsvæði

Vex á skuggsælum stöðum, á jarðvegsþöktum klettum, í klettaskorum, klettagjótum, hraungjótum og hraunbollum, í hellum, í hraunum og urðum, í árbökkum og lækjarbökkum, í skurðbökkum og moldarbörðum, á þúfum í mýrum og í móum (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Lýsing

Plöntur eru áberandi glansandi. Neðri blöð smá og dreifð en efri blöð stærri og þéttstæðari (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Gróliður

Plöntur áberandi glansandi, 1-5 sm, grænar, blágrænar, gulgrænar eða hvítleitar ofan til, brúnleitar neðan til. Stöngull rauður eða rauðbrúnn, ógreindur eða kvíslgreindur. Rætlingar rauðbrúnir, brúnir eða gulbrúnir, vörtóttir. Neðri blöð smá og dreifð en efri blöð stærri og þéttstæðari. Efri blöð oftast 2-3 mm, egglaga eða egglensulaga, ydd en frekar stuttydd. Blöð tennt framan til en heilrend neðan til og neðri blöð oft heilrend. Rif nær ekki fram í blaðenda, mjótt, grænt en þó oft rauðleitt neðst (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Kynliður

Plöntur ýmist einkynja eða tvíkynja, oft með gróhirslum. Á tvíkynja plöntum eru frjóhirslur í blaðöxlum fyrir neðan egghirslurnar eða í sama knappi. Stilkur 1-4 sm, rauðgulur eða rauður, dálítið bugðóttur. Gróhirsla langegglaga eða kylfulaga, álút. Ungar gróhirslur gulgrænar. Eldri gróhirslur gulbrúnar, brúnar eða rauðbrúnar. Lok keilulaga. Ytri kranstennur gular eða gulbrúnar, fínvörtóttar á ytra borði. Innri krans jafnhár ytri kransi, litlaus, fínvörtóttur. Innri tennur breiðar, með breiðum götum langs eftir miðju (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Frumur

Frumur í blöðum með þunnum veggjum, mjög svipaðar í öllu blaðinu en þó styttri og breiðari í blaðgrunni en í framhluta blaðs (Bergþór Jóhannsson 1995b).

Útbreiðsla - Urðaskart (Pohlia cruda)
Útbreiðsla: Urðaskart (Pohlia cruda)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |