Urðasnúður (Tortula subulata)

Distribution

Finnst í öllum landshlutum, þó lítið inni á miðhálendinu og á Norðausturlandi (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Habitat

Vex einkum í jarðvegsþöktum klettum, í sendnum klettaskorum, í urðum, skriðum og hraunum, oft í móbergsklettum en einnig í lækjarbökkum, börðum og móum og á torfi (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Description

Plöntur grænar, 0,5-2,5 sm á hæð, vaxa oft í nokkuð þéttum toppum. Gróhirsla brún eða rauðbrún, sívöl og löng (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Gróliður

Plöntur grænar en oft gulleitar eða brúnleitar neðan til, ógreindar eða lítillega greindar, 0,5-2,5 sm, vaxa oft í nokkuð þéttum toppum. Rætlingar brúnir, sléttir. Blöð upprétt eða nokkuð útstæð þegar þau eru rök en sveigjast inn að stöngli og eru oft dálítið snúin þegar þau eru þurr. Blöð nokkuð mismunandi að lögun, oftast tungulaga eða egglensulaga, oftast ydd. Efstu blöð oftast 3-5 mm. Rif þykkt, gulrænt eða brúnt, nær fram úr blöðku á efri blöðum og myndar frekar stuttan, breiðan, gulleitan brodd á blöðin.

Kynliður

Plöntur tvíkynja, næstum alltaf með gróhirslum. Karlknappar í blaðöxlum rétt neðan við kvenknappinn. Ungir stilkar gulir en eldri stilkar rauðgulir, brúnir eða rauðbrúnir, 0,6-1,7 sm. Þurr stilkur undinn til hægri ofan til þegar horft er á hann frá hlið. Gróhirsla löng, sívöl, dálítið bogin, brún eða rauðbrún. Lok keilulaga, með beinni eða dálítið skástæðri trjónu. Yfirborðsfrumur í gormlaga röðum. Hetta brún framan til en gulleit neðan til. Opkrans gulleitur neðan til en rauðgulur framan til (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Frumur

Í þverskurði er rifið með mjóum, þykkveggja frumum neðan miðju frumna en ofan þeirra eru stórar frumur (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Distribution map

Images

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex einkum í jarðvegsþöktum klettum, í sendnum klettaskorum, í urðum, skriðum og hraunum, oft í móbergsklettum en einnig í lækjarbökkum, börðum og móum og á torfi (Bergþór Jóhannsson 1992b).

Biota

Tegund (Species)
Urðasnúður (Tortula subulata)