Fleðumosi (Aneura pinguis)

Distribution

Finnst í öllum landshlutum, nokkuð víða (Bergþór Jóhannsson 2002).

Habitat

Vex í vætu svo sem í rökum flögum, lækjarbökkum og skurðbökkum, í rökum klettum og mýrlendi (Bergþór Jóhannsson 2002).

Description

Plöntur jarðlægar eða uppsveigðar, grænar. Þal ógegnsætt, fitugt að sjá, ógreint eða lítillega óreglulega greinótt (Bergþór Jóhannsson 2002).

Gróliður

Plöntur jarðlægar eða uppsveigðar, grænar. Þal ógegnsætt, lítur út eins og það sé með fitugu yfirborði, ógreint eða lítillega óreglulega greinótt. Afar breytileg tegund. Ystu greinar oftast 2-8 mm breiðar. Greinaendar án viks. Þalrendur oft bylgjóttar, flatar eða uppsveigðar, lítið sepóttar, stundum einnar frumu þykkar en oft þykkri (Bergþór Jóhannsson 2002).

Kynliður

Plöntur einkynja. Þegar gróliður þroskast vaxa þalrendur upp og lykja um neðsta hluta þalhólksins sem er umhverfis gróliðinn. Hólkurinn kylfulaga, grænn og kjötkenndur. Gróhirsla aflöng, rauðbrún (Bergþór Jóhannsson 2002).

Frumur

Olíudropar í öllum frumum, sex eða fleiri í hverri (Bergþór Jóhannsson 2002).

Distribution map

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex í vætu svo sem í rökum flögum, lækjarbökkum og skurðbökkum, í rökum klettum og mýrlendi (Bergþór Jóhannsson 2002).

Biota

Tegund (Species)
Fleðumosi (Aneura pinguis)