Grákólfur (Gymnomitrion corallioides)

Habitat

Vex á steinum, klettum og melum, í hraunum, urðum og skriðum (Bergþór Jóhannsson 2000).

Description

Plöntur oftast uppréttar, allt að 15 mm langar, silfurgráar, hvítleitar eða jafnvel svarleitar, mjög brotgjarnar (Bergþór Jóhannsson 2000).

Gróliður

Plöntur oftast uppréttar, sjaldan uppsveigðar eða jarðlægar, geta orðið um 15 mm langar, silfurgráar, hvítleitar, grágrænar, gulbrúnar, dökkgráar eða næstum svartar, mjög brotgjarnar. Breidd sprota oftast 0,3-0,7 mm. Sproti nokkuð flatur, oft kylfulaga en stundum breikkar hann ekki upp á við. Rætlingar litlausar. Blöð þverstæð á stöngli og afar þéttstæð, kúpt, upprétt og aðlæg, egglaga eða næstum kringlótt. Blaðrönd ótennt eða örðótt. Vik nær í mesta lagi niður einn sjötta af blaðlengd, oftast ytt. Blöð geta verið svo til óklofin. Blaðsepar stuttir og breiðar, bogadregnir í endann eða snubbóttir. Fremsti hluti blaðs verður fljótlega litlaus og blaðrendur byrja síðan að trosna (Bergþór Jóhannsson 2000).

Kynliður

Plöntur einkynja, oft með gróhirslum. Karlhlífarblöð næstum eins og stöngulblöðin. Kvenhlífarblöð með lítillega útundnum blaðröndum. Kvenknappurinn miklu breiðari en ófrjói hluti sprotans og kvenplöntur því kylfulaga. Gróhirslustilkur stuttur, glær. Gróhirsla kúlulaga, brún. Gró brún (Bergþór Jóhannsson 2000).

Frumur

Ystu frumuraðir í blöðum litlausar, með þunnum veggjum. Frumur í blaðmiðju oft með þunnum veggjum líka en með svo stórum hnúðum í hornunum að þeir ná oft saman milli horna. Olíudropar smáir, oftast tveir til fimm í frumu en vantar í ystu frumuraðirnar. Frumuyfirborð slétt (Bergþór Jóhannsson 2000).

Distribution map

Author

Bergþór Jóhannsson 2007

Vex á steinum, klettum og melum, í hraunum, urðum og skriðum (Bergþór Jóhannsson 2000).

Biota

Tegund (Species)
Grákólfur (Gymnomitrion corallioides)