Klóelfting (Equisetum arvense)

Mynd af Klóelfting (Equisetum arvense)
Picture: Hörður Kristinsson
Klóelfting (Equisetum arvense)
Mynd af Klóelfting (Equisetum arvense)
Picture: Hörður Kristinsson
Klóelfting (Equisetum arvense)
Mynd af Klóelfting (Equisetum arvense)
Picture: Hörður Kristinsson
Klóelfting (Equisetum arvense)
Mynd af Klóelfting (Equisetum arvense)
Picture: Hörður Kristinsson
Klóelfting (Equisetum arvense)

Útbreiðsla

Algeng um allt land frá láglendi upp í um 1000 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Grókólfar klóelftingarinnar eru oft nefndir skollafætur eða góubeitlar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Garðar, röskuð svæði, vegkantar, mólendi, flög, valllendi, fjallamelar og skógar.

Lýsing

Meðalhá elfting (20–40 sm) með liðskipta stöngla og greinakransa.

Blað

Stönglarnir liðskiptir, sívalir, gáróttir, með liðskiptum, kransstæðum greinum. Tennt slíður við hvern lið, slíðurtennur á stönglum tíu til tólf, svartar. Greinarnar jafnmargar í kransi, hvassþrístrendar með þrem grænum tönnum við hvern lið, ógreindar, neðsti liður hverrar greinar mikið lengri en stöngulslíðrið (munurinn þó lítill á neðstu greinum) (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróöxin á sérstökum, blaðgrænulausum stönglum, ljósmóleitum með svörtum slíðrum. Þeir vaxa snemma á vorin, á undan grænu stönglunum og falla eftir gróþroskunina (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist skógelftingu, mýrelfting og vallelftingu. Klóelftingin hefur grófari greinar en vallelftingin og meira uppvísandi. Lengdarhlutfall neðsta greinliðar og stöngulslíðurs er einnig gott til aðgreiningar ef skoðað er á miðjum stöngli. Frá mýrelftingu þekkist klóelftingin best á miklu fleiri og þrístrendum greinum. Skógelfting hefur ólíkt klóelftingu greindar hliðargreinar.

Útbreiðsla - Klóelfting kynbl. (Equisetum arvense)
Útbreiðsla: Klóelfting kynbl. (Equisetum arvense)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |