Fergin (Equisetum fluviatile)

Mynd af Fergin (Equisetum fluviatile)
Picture: Hörður Kristinsson
Fergin (Equisetum fluviatile)
Mynd af Fergin (Equisetum fluviatile)
Picture: Hörður Kristinsson
Fergin (Equisetum fluviatile)

Útbreiðsla

Algeng um land allt en þó nær eingöngu á láglendi, finnst sjaldan fyrir ofan 500 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Tjarnir og vatnavik, síki, lygnir vatnsfarvegir, blautir flóar.

Lýsing

Fremur hávaxin elfting, 30–80 sm há en getur verið hærri í djúpu vatni. Ýmist engar eða fáar hliðargreinar.

Blað

Stönglarnir liðskiptir, sívalir með víðu miðholi, greinalausir eða með fáum, stuttum, sívölum greinum. Tennt slíður er við hvern lið, slíðurtennur oftast 12–14 talsins, oddmjóar, reglulegar, dökkbrúnar eða svartar, oftast með móleitu belti neðan undir (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróaxið endastætt á grænum stönglum, snubbótt í toppinn.

Greining

Líkist helst eski en ferginið er mýkra og linara viðkomu, hefur miklu víðara miðhol, reglulegri og varanlegri slíðurtennur og vex í blautara landi.

Útbreiðsla - Fergin (Equisetum fluviatile)
Útbreiðsla: Fergin (Equisetum fluviatile)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |