Eski (Equisetum hyemale)

Mynd af Eski (Equisetum hyemale)
Picture: Hörður Kristinsson
Eski (Equisetum hyemale)
Mynd af Eski (Equisetum hyemale)
Picture: Hörður Kristinsson
Eski (Equisetum hyemale)

Útbreiðsla

Eskið er dreift um allt landið og sums staðar algengt (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Þótt gróft sé er það viðkvæmt fyrir beit en sums staðar verður mjög mikið af því í friðuðu landi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Víða í mólendi, melbrekkum, skriðum eða skóglendi.

Lýsing

Meðalhá elfting (20–30 sm) með liðskipta stöngla, hliðargreinar neðst.

Blað

Stönglarnir gildir (4–5 mm), liðskiptir, harðir, sígrænir, greinalausir nema neðst, þar fágreindir. Slíðurtennur 18–20, falla fljótt af og verður því jaðarinn óreglulegur eða trosnaður (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróaxið endastætt á grænum stönglum, svart og oddmjótt (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst fergini en það er mýkra og linara viðkomu, hefur miklu víðara miðhol, reglulegri og varanlegri slíðurtennur og vex í blautara landi. Líkist einnig beitieski en það er mklu grennra og með þrengra miðhol í stönglunum, slíðurtennur færri og varanlegri.

Útbreiðsla - Eski (Equisetum hyemale)
Útbreiðsla: Eski (Equisetum hyemale)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |