Vallelfting (Equisetum pratense)

Mynd af Vallelfting (Equisetum pratense)
Picture: Hörður Kristinsson
Vallelfting (Equisetum pratense)

Útbreiðsla

Algeng um allt land. Hún fer ekki eins hátt til fjalla eins og klóelftingin, mest 700–800 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Skógar, kjarr, þurrt mólendi eða valllendi.

Lýsing

Fremur lágvaxin elfting (15–25 sm) með fíngerða, liðskipta stöngla og kransstæðar hliðargreinar.

Blað

Stönglarnir sívalir, liðskiptir, gáraðir og fínnöbbóttir, með liðskiptum, kransstæðum greinum. Tennt slíður við hvern lið, slíðurtennur 10–16 talsins, með breiðum, hvítum himnufaldi, svartar í miðju, slíðrið grænt undir tönnunum. Greinarnar einnig 10–16 í kransi, beinast lárétt út eða lítið eitt niður á við, skarpþrístrendar, ógreindar, oftast þrjár slíðurtennur á greinunum. Neðsti liður greinanna styttri en stöngulslíðrið, ef skoðað er um miðjan stöngulinn eða neðar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróöxin myndast aðeins snemma sumars á móleitum, greinlausum stönglum sem grænka og greinast eftir gróþroskunina (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst klóelftingu sem hefur grófari greinar og meira uppvísandi, lengdarhlutfall neðsta greinliðar og stöngulslíðurs er einnig gott til aðgreiningar ef skoðað er á miðjum stöngli.

Útbreiðsla - Vallelfting (Equisetum pratense)
Útbreiðsla: Vallelfting (Equisetum pratense)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |