Beitieski (Equisetum variegatum)

Mynd af Beitieski (Equisetum variegatum)
Picture: Hörður Kristinsson
Beitieski (Equisetum variegatum)
Mynd af Beitieski (Equisetum variegatum)
Picture: Hörður Kristinsson
Beitieski (Equisetum variegatum)

Útbreiðsla

Mjög algengt um allt land, frá sjávarmáli upp í meir en 1000 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Margs konar gróðurlendi, móar, deiglendi, skógar, skriður, sandar og jafnvel mýrar.

Lýsing

Fremur lágvaxin elfting (15–25 sm) með stinna, granna, liðskipta og sígræna stöngla og lítið greind neðan til en án hliðargreina ofar.

Blað

Stönglarnir grannir, liðskiptir, fimm- til áttstrendir, harðir, greinalausir, sígrænir. Tennt slíður við hvern lið, slíðurtennur fimm til átta, svartar í miðju með breiðum, hvíleitum himnufaldi til jaðranna, svart belti neðan undir þeim. Stöngullinn lítið greindur neðan til (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróaxið endastætt á grænum stönglum, svart eða móleitt, oddmjótt í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst eski, beitieskið er miklu grennra og með þrengra miðhol í stönglunum. Þekkist einnig á færri og varanlegri slíðurtönnum. Mýrelfting getur líkst beitieski í mýrum en hún hefur skarpari slíðurtennur, oftast fleiri greinar og endan odd upp úr gróaxinu eins og beitieskið.

Útbreiðsla - Beitieski (Equisetum variegatum)
Útbreiðsla: Beitieski (Equisetum variegatum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |