Mýrasauðlaukur (Triglochin palustris)

Mynd af Mýrasauðlaukur (Triglochin palustris)
Picture: Hörður Kristinsson
Mýrasauðlaukur (Triglochin palustris)

Útbreiðsla

Algengur um allt land, síst þó á miðhálendinu (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Rök flög og mýrlendi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (12–25 sm) með mjó, sívöl blöð og lítilfjörleg blóm í löngum klasa. Blómgast í júní.

Blað

Stöngullinn er grannur, 1–1,5 mm. Blöðin striklaga, nær sívöl, græn eða rauðmenguð, með sérkennilegu bragði (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin stuttstilkuð, í gisnum 3–10 sm löngum klasa sem verður enn lengri við aldinþroskun. Blómhlífin einföld, sexblaða. Blómhlífarblöðin fjólubláleit með grænleitum miðstreng, snubbótt. Fræflar sex, nær stilklausir. Ein fræva með hárkenndum frænum í toppinn (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið 8–9 mm langt, 1,5 mm breitt og þríkleyft (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist strandsauðlauk, mýrasauðlaukur er miklu fíngerðari jurt, aldinin ílengri og aldinleggirnir aðlægir.

Útbreiðsla - Mýrasauðlaukur (Triglochin palustris)
Útbreiðsla: Mýrasauðlaukur (Triglochin palustris)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |